Þetta voru orð frú Ásu Olavsen þegar hún kvaddi börnin í Keflavík sem hún hafði boðið til veislu heim til sín, í fínasta hús bæjarins, Fischershús, einn fagran sumardag. Frú Ása var eiginkona Ólafs Olavsens forstjóra og meðeiganda Duusverslunar í kringum aldamótin 1900.

Frú Ása stóð við sitt. Frá þessum tíma stóð Duusverslunin fyrir glæsilegum jólatrésskemmtunum í Bryggjuhúsinu um 20 ára skeið. Þarna komu saman öll börn bæjarins og úr nágrannabyggðum, allt upp undir 300 börn og sáu þá mörg þeirra jólatré í fyrsta sinn. Skemmtunin hófst seinni partinn og stóð fram undir miðnætti. Dansað var í kringum jólatréð, söngvar sungnir og veitingar reiddar fram. Um miðnættið tók fullorðna fólkið við og skemmti sér fram eftir nóttu. Ljóst er að þessar skemmtanir hafa verið mikil upplyfting á þessum tímum þegar Keflavík var bara lítið, fátækt þorp og fátt um að vera. Kannski hafa þær haft svipað gildi og Ljósanótt fyrir okkur í dag.

Í desember var litið til baka og þessi aldargamli viðburður rifjaður upp með jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsinu.