Þrumandi þrettándagleði var haldin í Reykjanesbæ sl. föstudag þegar jólin voru kvödd.

Luktarsmiðja í Myllubakkaskóla

Áður en dagskrá hófst var boðið upp á spennandi luktarsmiðju í Myllubakkaskóla. Fólk var beðið um að koma með krukku með sér að heiman sem hægt var að breyta í fallega lukt til að taka með sér í blysförina frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði á Hafnargötu.

Blysför að hátíðarsvæði

Klukkan 18:00 var gengið í fylgd álfakóngs og drottningar, álfa, púka og „luktarbarna“ frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði við Hafnargötu 8. Þar tók Grýla gamla ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum á móti hersingunni og álfakóngur og –drottning ásamt álfakór hófu upp raustina og syngja þrettándasöngva. Grýla tók svo lagið með börnunum og púkar og alls kyns kynjaverur verða á sveimi á svæðinu.

Brenna, kakó og piparkökur

Þrettándabrennan var svo á sínum stað Bakkalág og gestir gátu yljað sér á heitu kakói og piparkökum.

Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes

Það fór svo vel á því að ljúka dagskránni og kveðja jólin með flugeldasýningu að hætti Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Myndirnar á síðunni tók Hilmar Bragi Bárðarson á þrettándafagnaðinum.