Hljómsveitin Valdimar komu fram í þriðja skiptið á sínum árlegu tónleikum 30. desember í Hljómahöll. Setið var í öllum sætum og voru tónleikagestir hæstánægðir að vana. Viðburðurinn er orðinn að sannkallaðari hefð eftir þrjú ár enda fátt betra en að enda árið með slíkum tilburðum. Myndir frá tónleikunum má sjá hér að neðan ásamt myndum af tónleikagestum. VF-myndir/PállOrri.